Skilmálar

Skilmálar 

Almenn ákvæði

Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru eða þjónustu á vefsvæðinu www.bakarameistarinn.is
Upplýsingaskylda skv. 6.gr. laga nr. 30/2002 um rafræn viðskipti:
Heiti fyrirtækis er Bakarameistarinn ehf., hér eftir nefnt Bakarameistarinn.
Heimilisfang Stigahlíð 45-47, 105 Reykjavík.
Kennitala 680177-0159.
Netfang pantanir@bakarameistarinn.is.
Vsk. nr. 10373.
Skráð í fyrirtækjaskrá: https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/leit/kennitala/6801770159
Leyfi og eftirlitsaðilar: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis. 
Starfsleyfi frá Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. 
Aðilar að Landsambandi Bakarameistara og Samtökum Iðnaðarins og SA. 
Lögverndað starfsheiti Bakarameistari frá stofnun 1977 og leyfi til að hafa nema. 

Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur Bakarameistarans annarsvegar og kaupanda vöru og þjónustu hins vegar. Skilmálar teljast samþykktir þegar greitt hefur verið fyrir vöruna á vefsíðu Bakarameistarans, www.bakarameistarinn.is. Með greiðslu staðfestir kaupandi að hann þekki gildandi skilmála Bakarameistarans. Kaupandi skuldbindur sig til að gefa réttar upplýsingar við kaupin, t.a.m. nafn, netfang, heimilsfang og kennitölu. 

Upplýsingar, verð og greiðsla

Allt verð á heimasíðu Bakarameistarans er með virðisaukaskatti og er birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur. Bakarameistarinn áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir í heild eða að hluta ef viðkomandi vara er uppseld, gölluð eða hráefni fæst ekki í vöruna. Bakarameistarinn mun upplýsa kaupanda eins fljótt og auðið er og mun koma með tillögu að úrbótum, annaðhvort með að bjóða viðkomandi aðra svipaða vöru í staðinn eða endurgreiða kaupanda. 
Greiðslu getur kaupandi innt af hendi bæði með kredit- og debitkorti í gegnum örugga greiðslugátt sem opnast sjálfkrafa þegar kaupandi fyllir út greiðsluupplýsingar. 
Ef til endurgreiðslu kemur mun Bakarameistarinn endurgreiða vöruna á sama hátt og kaupandi greiddi fyrir hana, þ.e. með endurgreiðslu á debet- eða kreditkort kaupanda. 
Bakarameistarinn áskilur sér rétt til að hætta við pantanir verði seljandi fyrir óviðráðanlegu ytra atviki (force majeure). 

Yfirferð á vöru, afpantanir og afhending 

Afhending fer fram á afhendingarstað sem kaupandi velur í kaupferlinu. Við afhendingu á vöru fer kaupandi yfir að allt sé í samræmi við gerða pöntun. Ef misræmi er á milli pöntunar og vöru sem er afhent er brugðist við því strax og bætt úr eins og mögulegt er, til að mynda með nýrri vöru eða sambærilegri vöru. Á þetta til að mynda við vitlausa skreytingu, texta, eða aðra galla á vöru. Hægt er að afpanta vöru með þriggja daga fyrirvara í síma 533-3000 og fá endurgreitt. Ekki er hægt að afpanta fyrir helgar eftir kl. 16 á fimmtudögum. Sé gerð breyting á pöntun leggst á breytingargjald kr. 1800. 

Skil á vöru

Bakarameistarinn skuldbindur sig við að afhenda vöru í samræmi við pöntun kaupanda, skilmála þessa og gildandi rétt. Skilaréttur er hvorki af mat né drykk nema að viðskiptavinur hafi sannanlega fengið ranga eða skemmda vöru afhenta. 

Höfundaréttur og vörumerki

Allt efni svosem texti, grafík, lógó og myndir á vefsíðu Bakarameistarans ehf. er eign Bakarameistarans. Afritun og endurdreifing er stranglega bönnuð nema með skriflegu leyfi. Bakarameistarinn er skráð vörumerki og má ekki nota í tengslum við neina vöru eða þjónustu án skriflegs leyfis. 

Ofnæmi og óþol

Unnið er með ofnæmis- og óþolsvalda í vinnslu Bakarameistarans. Ekki er hægt að fullyrða að snefilmagn geti borist í vöru sem ekki inniheldur ákveðin hráefni. Seljandi ber ekki ábyrgð á afleiðingum ofnæmis eða óþols þess er neytir vörunnar fyrir innihaldi vörunnar. Á vefsíðu Bakarameistarans er að finna innihaldslýsingar á vörum seljanda. Ef einhver vafi er talinn leika á innihaldi vörunnar er kaupanda bent á að hafa samband við starfsfólk okkar til að afla nánari upplýsinga um ofnæmisvalda áður en vörunnar er neytt. Ofangreint á jafnframt við ef kaupandi af öðrum ástæðum kýs að neyta ekki tiltekinna hráefna er kunna að vera í vörum okkar. 

Persónuverndarstefna

Bakarameistarinn meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við gildandi lög. Persónuverndarstefna Bakarameistarans er aðgengileg á heimasíðu Bakarameistarans, sjá hér https://bakarameistarinn.is/is/page/personuverndarstefna. Í persónuverndarstefnunnni er tekið fram hvaða vinnsla persónuupplýsinga fer fram og hvaða gögnum er safnað og í hvaða tilgangi. Eins eru réttindi kaupanda útlistuð þar. Bakarameistarinn áskilur sér rétt til að senda kaupanda markpóst með tölvupósti. Kaupandi getur á hvaða tímapunkti sem er afskráð sig af póstlista. 

Vafrakökustefna

Bakarameistarinn notar vafrakökur á vefsvæðinu til að tryggja sem besta upplifun notanda. Vafrakökurnar eru notaðar í margvíslegum tilgangi, sjá nánar hér https://bakarameistarinn.is/is/page/skilmalar-vafrakaka

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rýsi mál vegna þessa samnings skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 

Gildistími

Skilmálar þessir gilda frá 13.desember 2022, uppfærðir 24.11.2023.